NFS, 08. Desember 2005 12:09
Gera við breiðþotu í roki og rigningu
Hátt í 15 kanadískir flugvirkjar eru nú í roki og rigningu að skipta um hreyfil í kanadísku breiðþotunni, sem lenti með bilaðan hreyfil á Keflavíkurflugvelli á sunnudag. Þotan kemst ekki inn í þjónustuskýli Flugleiða á vellinum.

Fyrst komu hingað þrír flugvirkjar með þotunni, sem sótti farþegana aðfararnótt mánudags, og ætluðu að gera við hreyfilinn, en brátt kom í ljós að hann var ónýtur.

Risastór rússnesk flutningavél kom svo með nýjan hreyfil til Keflavíkur í fyrrakvöld og í gær kom svo liðsauki flugvirkja frá Kanada Air flugfélaginu, til að annast skiptin. Það verða þeir að gera við hinar verstu aðstæður utandyra því vænghaf Airbus þotunnar er það mikið að hún kemst ekki inn í nýjasta og stærsta þjónustuskýli Flugleiða á vellinum. Þrátt fyrir það áætla flugvirkjarnir að ljúka verkinu í kvöld eða fyrramálið.

Svipað tilvik kom upp á vellinum í vor, þegar breiðþota frá United lenti þar með bilaðan hreyfil og kvörtuðu flugvirkjar félagsins þá fyir því að koma þotunni ekki í húsaskjól til viðgerðar þótt veður hafi verið mun betra þá en nú. Ljóst er að kostnaður Air Canada af þessari bilun mun skipta mörgum tugum milljóna, fyrir utan nýja hreyfilinn.

tekið af visir.is


Ég gæti ekki kallað þetta vera nýtt flugskýli,og þetta skýli var fyrir mörgum árum alltof lítið!
Þarna komast inn eingöngu Boeing 737-757-767 og smæri Airbus vélar.
Það er munar svo mikið að það komist inn stærri týpur,munar nokkrum metrum og skýlið mætti vera hærra að auki.
FL Group gæti hæglega byggt annað skýli,flotinn stækkar og stækkar hjá þeim og þetta er bara fáranlegt.
Það er afskaplega naumur tími fyrir allan Icelandair flotann að komast í C-skoðun fyrir sumartrafíkina,skýlið er yfirleitt alltaf fullt ársins kring.
Icelandair eru að missa af þvílíkum verkefnum sem þau gætu tekið fyrir önnur félög,aðstaðan hjá FL Group bíður bara ekki uppá það!

Furðulegt af hverju skýlið var ekki í byrjun byggt fyrir stærri týpur.
Eins með flugstöðuna….eintómt klúður.