Ég er ekki viss um kynningarfundi, en ef þú tekur kynnisflug, þá er flugnámið í þeim skóla kynnt fyrir þér. (Allavega einkaflugið).
Annars er flugið bara tekið skref fyrir skref… maður byrjar á einkaflugi, tekur svo atvinnuflugið (sem er þá CPL, blindflugspróf), og svo bætast við nokkur námskeið eftir því hvar þú vilt vinna.
Flestir sem vilja vinna við atvinnuflug þurfa að taka MCC (allavega ef þú vilt vinna hjá einhverju félagi á íslandi), og sumir taka svo flugkennaraáritun til að safna sér tímum…
Ég held að flestir byrji bara í einkafluginu, og taki síðan eitt skref í einu… þetta leiðir flest að einhverju öðru, og flestir til í að hjálpa manni, og svara spurningum manns.