ég fór í svona flug hjá flugskólanum flugsýn sem að ég held að sé ekki lengur til…
ég mætti á svæðið, sæll og glaður og með þennan spennings hroll sem að ég fæ þegar ég er að fara að prufa eitthvað nýtt. þá kemur kennarinn út um dyrnar og bíður mér góðan daginn, heilsar svo mömmu, þar sem að það kom upp úr kafinu að hann hafði verið að vinna eitt sumarið í mötuneytinu í vinnunni hjá mömmu. svo fór hann inn og hryndi til að athuga með veðrið, reiknaði svo út flogþol vélarinnar miðað við þyngd okkar tveggja. síðan lét hann mig taka sýni af bensíninu í öllum tönkum vélarinnar og athuga magnið í þeim. fórum yfir alla vélina, s.s. hnoð, dekk mótor og bara alla hluti. síðan fórum við yfir checklistann og störtuðum vélinni, tókum þetta líka voðalega skemmtilega vélartest, og þar sem að handbremsan var e-ð biluð svo að hún hélst ekki uppi, þurfti ég að stíga á fótbremsuna af fullu afli (þar sem að hann lét mig vera í vinstra sætinu). síðan kallar hann upp í turn, man ekkert hvað hann segir, en man það að hann kallaði á ensku, sagði mér síðan seinna, þegar við vorum í loftinu að það væri alltaf skipt yfir ensku, þar til hann væri lentur eða farinn út af flugvallarsvæðinu. síðan lét hann mig taka á loft, nema hvað að hann stýrði “ruddernum” og gerði það reyndar allt flugið. tókum síðan stefnuna á álftanes og þaðan á suðursvæðið. þar flugum við frekar lágt, þar sem að skyggni var ekkert til að hrópa húrra fyrir. lét mig síðan taka 45° beygjur á báða kannta og einhverjar fleyri æfingar. síðan tókum við stefnuna aftur til BIRK. hann sagði mér að stefna beint að borgarspítalanum og sagði mér svo að beygja til vinstri. ég flaug allt aðflugið og var víst aðeins of lágt, turninn kallaði og sagði okkur að fara hærra, en ég heyrði það ekkert, var of upptekinn af ljósunum. svo tók hann við þegar voru 1-2 sek í lendingu og við lentum svona líka mjúklega. svo lét hann mig taxa aftur að skólanum (sem að var við fluggarðana) auðvitað varð ég frekar ruglaður á stjórntækjum svona fyrst og sneri alltaf stýrinu á sama tíma og ég steig á pedalana.
síðan fór hann að spjalla við mig um námið og sagði að einn sem að hann hafi verið að kenna og væri aðeins einu ári eldri en ég væri þá bara að bíða eftir aldri til að taka prófið, væri búinn með alla tíma og svoleiðis og ég gæti allveg byrjað strax ef ég vildi. einnig hrósaði hann mér fyrir að hafa haldið hæðinni vel og kynni vel á vélina þrátt fyrir að hafa alldrei flogið áður.
svo fórum við bara og við vorum alldrei rukkuð um krónu, þó svo að þetta hafi átt að kosta 2000kr.
Vélin sem að ég flaug í var af gerðinni piper cherokee og var þægilega stór. hef prufað að setjast inn í Chesna eins og FÍ er með og mér fannst það miklu þrengri vél.
en þetta var allveg frábær dagur og mæli ég með því að fólk fari í svona ef það hefur áhuga á flugi yfir höfuð…
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“