Sæll
Ég er einn af þeim sem stóð að Ísland 2000 úgáfunni og langar að svara þessum kommentum þínum:
> Það hökkti gjörsamlega allur leikurinn og engin leið
> á að fljúga Cessnunni sem ég fór á.
Það er rétt að nokkrir hafa átt í vandræðum með hraðan í Ísland 2000. Oftast er hægt að komast hjá þessum vandræðum með því aðs stilla Flight Sim rétt (sjá www.icesim.com fyrir frekari upplýsingar). Ef það dugði ekki til þess að auka “frame ratið” þá gáfum við út tvær uppfærslur sem skráðir notendur geta fengið senda, og hafa nokkrir nýtt sér þessa uppfærslu.
Mér finnst aftur á móti mjög skrítið að 1000Mhz tölva ráði ekki við uppfærlsuna, að vísu þarf gott skjákort og slatta af minni (mælum með 256) og smá þolinmæði (til að stilla allt rétt) til að þetta keyri ágætlega.
Þegar við vorum að prófa þetta notuðum við ferðatölvu með 128meg minni og einhverju lélegu 3D skjákorti, og það gekk að fljúga (frame rate 10-15)
> Engir nýjir flugvellir voru á kreiki :(
Neibb, alveg laukrétt, en IceSim er að vinna í að setja inn alla skráða velli. Þetta verkefni hefur tekið lengri tíma en áætlað sökum ýmissa ástæðna. T.d. komumst við að því að við þurftum að setja inn nýja strandlínu vegna þess að strandlínan frá M$ er kolvitlaus og margir flugvellir lenda í sjónum. En þegar ný strandlína er sett inn verður að taka gömlu strandlínuna burt og við það fara allir M$ flugvellir, ár vötn og vegir sem fyrir eru í herminum.
Það sem við stefnum því að í haust er að gefa út landslag sem inniheldur alla skráða íslenska flugvelli, eins mikið af ám, vötnum og vegum og hermirinn þolir, þ.e.a.s með tilliti til hraða, og auðvitað með hæðarupplýsingunum sem eru núna í Ísland 2000.
Þar að auki erum við að skoða möguleikan á því að setja gervihnattamynd yfir allt landið þannig að “texturið” sé raunverulegra.
> Svo kostaði það 2000-3000 kall minnir mig (correct me if i'm wrong), gaukar út í útlandinu eru að
> gera álíka landslög og gefa þau út frítt til niðurhlöðunar (t.d. á flightsim.com)
Japp, kostar í dag 3999.- ekki alveg gefins :-/ En því miður eru upplýsingarnar ekki heldur gefins sem við kaupum frá Landmælingum. Þar að auki verðum við að borga ákveðna summu til landmælinga fyrir hvert selt eintak af Ísland 2000.
IceSim hefur það móttó að gefa þær upplýsingar sem við fáum gefins. T.d. er hægt að senda okkur tölvupóst (sjá www.icesim.com) og fá beta-test af flugvöllunum sem við erum að vinna í.
Með kveðju f.h. IceSim
Raggi
Ragnar Már Steinsen
ragnar.steinsen@tern.is
http://www.tern.is