Var svona að velta fyrir mér hvert dæmigert rennigildi paraglidera væri. Tilefnið er mynd sem er hér á safninu og sögð vera frá Bláfjöllum, laugardaginn 30. júni og talað um að skilyrði hefðu ekki verið góð … ég var svolítið hissa því þennan dag var bullandi termík um öll loft og frontur sem náði frá Kleifarvatni, inn á Mosfellsheiði og upp í Hvalfjörð.
Hvernig skilyrði eru best fyrir paraglidera? … (hang, termík?) og hvað þola paragliderar mikinn vindstyrk?