Þetta æfðist bara mjög fljótt, þegar ég byrjaði í þessu var ég ekki byrjaður á PPL en ég fékk aðstoð frá öðrum Íslendingum sem voru í þessu og fljótlega eftir það náði ég ágætist tökum á þessu.
Ég myndi segja að þú hafir mjög góðan grunn fyrir þetta ef þú ert að klára PPL. Það sem ég held að þér finnist kannski flókið er þegar þú ert að fylgjast með vélum og fjarskiptum á erlendum velli þar sem er mikil traffík og nánast öll umferð IFR.
Mæli með að þú kíkir á www.vatsim.net á Pilot Resources - Pilot Resource center og þar undir Basic pilot training. Þar færðu helling af basic upplýsingum um bæði hvernig þú átt að setja allt upp og byrja í þessu þ.a.m upplýsingar um hvernig IFR flug gengur fyrir sig því ég býst nú ekki við því að þú hafir mikla reynslu af því.(algjörar basic upplýsingar reyndar en hjálpa þér að komast af stað). Svo er einnig manuall fyrir forritið sjálft Squawkbox á .. www.squawkbox.ca undir manual ef þú ert í einhverjum vafa í sambandi við það, spurðu svo bara þá sem eru “online” um það sem þú ert í vafa um hverju sinni.
Annað sem þú getur gert líka er t.d ef ert að fljúga eitthvað úti, settu þá bara í remark í flugplaninu að þú sért nýr t.d “New to VATSIM” og þá er tekið tillit til þess. Mæli samt ekki að þú farir að fljúga á meira busy velli eins og Heathrow , Kennedy eða Frankfurt með ATC fyrr en þú treystir þér alveg í það og þá sérstaklega ekki ef það er “fly-in” á þessum flugvöllum, þá er oft eiginlega of mikil traffík og allir látnir í holdinga og vectoraðir inn á ILSinn með c.a 5 nm millibili allan tímann, það getur verið svolítið krefjandi :-P
Annars prufaðu þig bara áfram, þú lærir mest á því held ég og ekki halda þig bara við Ísland, fljúgðu úti líka því það er oft töluvert mikið um að vera í Mið-Evrópu á kvöldin og þá græðir maður eiginlega meira á að vera þar ef það er ekkert um að vera á Íslandi þann tíma, það segir sig nokkuð sjálft held ég. En stundum er líka slatti um að vera hérna á Íslandi.
Ef þig vantar flugkort þá er heill hellingur af þeim á netinu. Bara t.d á www.vatsim.net, hægra megin sérðu “regions” og þá getur þú t.d valið Europe region og valið þar land undir “countries” og þá ferðu á heimasíðu þess lands og getur í flestum tilfellum fundið hluta sem heitir “Charts” á þeim síðum og þá getur þú fengið flugkort fyrir þann völl sem þú ætlar að fljúga á.
Eitt að lokum sem ég vil kannski nefna áður en þú byrjar á þessu. Þegar þú loggar þig inn, notaðu þá annað hvort registration eða ICAO kóða (3 stafir) undir callsign í Squawkboxinu. Þ.e.a.s nota t.d registration TF-ABC eða t.d ICE123, ekki t.d ICEAIR123. Upplýsingar um ICAO kóða og registration fyrir hvert land færðu t.d á www.airlinecodes.co.uk undir airline codes eða country codes (efst uppi). Sömuleiðis getur þú fengið upplýsingar um 4 stafa ICAO kóða fyrir flugvelli, þú ættir nú t.d að kannast við BIRK og þú notar það í flugplaninu.