Flestar boeing þotur fljúga á milli 29-39 þúsund fet.
Vængirnir eru það sem halda vélinni á lofti, þannig að þó að það drepist á báðum, (eða öllum) hreyflunum, getur hún svifið alveg helling.
Þeir hafa verið með tilraunir í gangi, þar sem þeir drepa á mótorum, og sjá hvað þær svífa langt úr hinum ýmsu hæðum.
Þeir hafa líka prófað að fara í aðflug á aðeins meiri hraða en venjulega, og sirka 10 hnúta meiri hraði, (sirka 18km), olli því að flugvélin náði ekki að snerta á brautinni. (þeir hættu því við lendingu).
Venjuleg flugbraut er u.þ.b. 1-3 km, þannig að þetta er slatti.
Ef svo ólíklega vill til að það drepist á báðum hreyflunum með stuttu millibili, getur flugvélin því svifið marga tugi kílómetra, og auðveldlega fundið hentugan lendingarstað einhversstaðar á þeirri leið.
Venjulega missir samt vélin bara einn mótor, og með einn mótor í gangi, getur hún alveg flogið í nokkra tíma. (1-10, allt eftir flugvél og hvert hún er að fara). Hún þarf bara að færa sig aðeins neðar, því að einn mótor hefur ekki nóg afl til að halda vélinni uppí í 37000 fetum. (þyrfti kannski að fara í 20.000 fet…).
Allar þotur eru því alveg gífurlega öruggar, og því fleiri mótorar, því öruggari.
Þú þarft því að vera alveg óhræddur við að allt í einu drepist á öllum mótorum, flugvélin sé beint yfir svæði þar sem enginn flugvöllur sé í 50km radíus, og vængirnir hreinlega detti af…
Svo eru líka öll flug plönuð með það í huga, að það drepist á öllum mótorum á versta hugsanlegum punkti. Þar á að vera hægt að svífa inn á einhvern flugvöll eða hentugan lendingarstað í nágrenninu.
Með bestu kveðju.