Átti leið um miðbæinn í hádeginu í dag og heyrði í fréttunum að Harrier þoturnar myndu fara á loft bráðlega. Kláraði mín mál í bænum og brunaði á bílastæðið hjá Norræna húsinu og sá svo þoturnar rúnta um brautina skömmu seinna.
Því miður tóku þær ekki á loft á brautinni þar þannig að ég keyrði niður eftir suðurgötu og þar þegar ég var ennþá í bílnum fyllti ein þotan nánast framrúðuútsýnið með tilheyrandi látum. Geggjað.
Ef ég hafði reiknað rétt átti ein eftir að taka á loft þannig að ég steig út úr bílnum og nokkrum mín seinna sá ég fjórðu og síðustu komandi í átt að mér.
Hún flaug síðan yfir mig í 30-40m hæð :) Hávaðinn yfir sársaukamörkum og innyflin nötruðu. Beautiful.
Ég var ekki sá eini sem var á grasblettinum þarna að glápa og var ekki sá eini með gott fast á andlitinu á mér.