Jú mikið rétt það er erlent download á VATSIM en það er MJÖG lítið miðað við download á öðrum leikjum auk þess eru sumir komnir með “ótakmarkað” erlent download, það er aðallega talstöðvarfjarskiptin sem taka mest download. Svo er líka eitt sem er hægt að gera, það er að opna bara t.d íslenskan voice server og þá kostar downloadið sama sem ekki neitt. Einnig er hægt að opna íslenskan VATSIM server en það myndi kosta einhvern slatta held ég því hann myndi tengjast hinum erlendu serverunum
“Mjög strangar reglur á VATSIM” Tek alls ekki undir það. Það er aðallega regla sem segir til um að þú mátt ekki vera tengdur lengur en 30 min “inactive” þ.e.a.s það verður að vera hægt að ná í þig á innan við 30 min. Annars get ég sagt þér það að það er ekki tekið strangt á þessu nema að þú sért í brautarstöðu á velli eins og Heathrow og ekki hægt að ná í þig ;-). Ef maður missir IDið sitt út af því að maður brýtur reglur þá er yfirleitt ekkert mál að fá það til baka með því einfaldlega að tala við þá sem stjórna því. Væri til í að heyra frá ykkur hvaða reglur þið eruð ósáttir með
VATSIM er heldur ekki bara eitt “multiplayer session” þar sem einhverjir nokkrir aðilar koma saman og fljúga heldur er þetta “global”. Virkar þannig að það eru vélar að fljúga út um allan heim og þegar þær eru innan við 40 nm radíus frá þinni vél þá koma þeir inn í “multiplayer session” hjá þér og svo líka flugumferðarstjórn.
Mjög einfalt að tengja sig inn á þetta nú orðið með forritum sem heita Squawkbox 3 og FS INN.
Ég er sjálfur ATC á VATSIM og ég tek mjög vel á móti öllum nýliðum, tek sjálfur ekki strangt á þessum reglum bara svo þið vitið það :-)
Þið getið að sjálfsögðu haft íslenska FS serverinn opin áfram en ég vildi bara benda fólki á VATSIM þar sem ég tel það mikið sniðugra