Við ætlum að opna serverinn á morgun og gera álagstest frá 17:00 fram á kvöld/nótt. En álagstestið felst í því að við þurfum að fá sem flesta til að koma inn og sjá hvað tölvan þolir mikið. Nokkrir sem komu inn á serverinn í vor lentu í þeim vandamálum að það tók langan tíma að komast inn eða að þeir komust ekkert inn á yfir heildina. Núna er hinn eigandinn á servernum (sá sem hýsir hann) kominn með nýja tölvu sem á að vera engin smá góð tölva. En sá sem hýsir er að nota tölvuna líka undir annað en að hýsa serverinn þannig að það er aðalástæðan fyrir álagstestinu. Með því að athuga hvað það komast margir inn á meðan FS er í gangi á þaða tölvu. Slóðin á serverinn verður eins og sú eldri: fsice.no-ip.biz . En núna verður serverinn ekki að keyra á porti 80 eins og hann hefur undanfarið verið að gera, heldur á default porti(eitthvað 23456 eða eitthvað í þá áttina) Það er oftast valið á það en til að vera alveg viss þá breytir maður því með því að fara í leikinn og velja multiplayer og fara þar í connection settings og haka við default í báðu. Síðan myndir þú bara skrifa fsice.no-ip.biz í ip og nafnið/nickname'ið þitt í Name dálknum eða eitthvað í þá áttina. Síðan er bara að ýta á search og bíða í smá. Þá ætti að koma upp server sem er merktur sem Iceland. Þá er bara að velja hann og tengjast. Síðan er farið í create fly og bara velja sér vél og flugvöll(tími og veður verður sjálfkrafa stillt af servernum) Við verðum líklega í flestum skiptum á Keflavík eða í Reykjavík að fljúga. Meiri upplýsingar um status serversins, hverjir eru inná og hvar þeir eru að fljúga fást á http://fsice.no-ip.biz (í vafranum þínum) á morgun eftir klukkan fimm. Athugið að þetta er bara tilraun við lofum ekkert að við getum haldið áfram. Ef þetta gengur vel getur verið að serverinn sé opin á ákveðnum tímum. Ef við finnum tölvu sem er aldrei í notkun af manneskju og er nógu góð fyrir server þá verður serverinn opinn 24/7 . Ef þið verðið ekki nógu duglegar/ir að koma inn á morgun þá fer þessi server aftur á hold :( og við viljum það ekki.
Ef þið lendið í vandræðum að komast inn á morgun hafið þá samband við mig gegnum gislibergur123@hotmail.com . Vonumst til að sjá sem flesta.
P.S: Serverinn tekur á móti bæði FS2002 og FS2004 . Þannig að ef þú ert með 2002 þá geturu samt verið að fljúga með þeim sem eru með 2004.
P.S.2: Helst ekki neina erlendis frá að tengjast. Við höfum nefnilega ekki ráð yfir miklu leyfilegu utanlands downloadi. Við eigum von á nýrri og betri tengingu á næstunni.
Vonumst til að sjá sem flest alla.