Þessi inntökuskilyrði sem þú talar um eru fyrir atvinnuflug og þeir sem stefna þangað ættu að haga sínu framhaldsnámi á þann hátt að ekki þurfi að taka inntökupróf. Svo er líka æskilegt að menn hafi stúdentspróf þegar sækja á um vinnu á endanum.
Það eru engin inntökuskilyrði í einkaflugið sjálft en til þess að fá sóló skírteini þurfa menn að standast 1. eða 2. flokks heilbrigðisskírteini.
1. flokks heilbrigðisskírteini (tala um “h-teini” hér eftir)er skírteini sem krafist er fyrir atvinnuflugmenn og er mælt með því að þeir sem eru í einkaflugnámi nái sér strax í 1. flokks h-teini ef þeir ætla sér í atvinnuflugnámið.
2. flokks h-teini er það sem einkaflugmenn þurfa. 1. flokks h-teini er s.s. kröfumeira og ítarlegra.
Sóló skírteini er svo í sjálfu sér engin réttindi eins og svo margir halda. Sóló er bara áfangi á leið þinni að einkaflugmannsskírteininu og felst í því að þú færð að fljúga flugvél einn, en með kennara á launum á jörðinni sem segir þér hvert á að fara og hvað á að gera.
Sóló er tekið eftir að lágmarki 12 tíma, flestir taka það á 14-20 tímum en það fer allt eftir því hvað menn eru duglegir að fljúga. Því minna sem líður á milli flugtíma því færri tíma þurfa menn.
Sólóið máttu taka 16 ára gamall en þú mátt ekki fá einkaflugmannsskírteini fyrr en 17 ára.
Bóklegi hlutinn af þessu er sæmilega strembinn, margir gefast upp en þetta hefst ef maður er duglegur (og pínu klár ;) )
Eftir að fyrsta bóklega prófi hjá FMS (flugmálastjórn) er lokið hefuru ár til þess að klára hin bóklegu prófin og ég held að þú hafir líka ár til þess að klára verklega hlutann.
Bókleg próf eru s.s. þannig að þú þarft að taka öll próf tvisvar, einu sinni hjá skólanum og einu sinni hjá FMS. Lágmarkseinkunn er alltaf 7,5 og yfirleitt eru prófin um 20 krossaspurningar.
Ég byrjaði í verklega, tók sólóið og rétt rúmlega það, fór svo í bóklega hlutann og geymdi verklega (enda var vetur) og kláraði svo verklega eftir að bóklega var lokið. Það er mjög gott að gera þetta svona og það mæla margir með því að gera þetta svona enda hefur maður þá smá “touch” fyrir bóklega eftir að hafa farið í smá verklegt. Svo missir maður ekki mikið niður í verklegri færni ef þetta er tekið í tveimur hollum.
Eftir þennan lestur sérðu að það er líklegast best að bíða með að byrja í einkaflugi þangað til að þú ert c.a. 16 ára því tíminn sem þetta nám tekur er yfirleitt um ár.
En hver hefur sinn háttinn á en vonandi hjálpar þetta þér eitthvað og gangi þér sem allra best. Þetta er alveg ógeðslega skemmtilegt nám og það sem er ennþá skemmtilegra er það sem tekur við eftir námið, þ.a.e.s. að fljúga með vini og vandamenn ;)