Góð spurning!
Ég veit að margir hafa verið að velta þessu fyrir sér og eins og alltaf ef þú spyrð 10 flugmenn álits á einhverju atriði þá færðu að minnsta kosti 11 mismunandi svör : )
En eftir því sem ég kemst næst þá getur þú flogið hvaða flugvél sem er á PPL skírteini að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Kröfurnar eru mismunandi eftir því hvernig flugvél þú vilt fljúga.
Tökum t.d. Beechraft Kingair 200 sem krefst að sjálfsögðu fjölhreyfla áritunar auk tegundaráritunar (BE90/99/100/200). Einnig er vélin svokölluð HPA (High performance airplane) sem þýðir að þú þarft að uppfylla skilyrði: JAR-FCL 1.251.
Type, class ratings for
single pilot high
performance aeroplanes –
Conditions
(a) Pre-requisite conditions for training: An applicant for a first type or class rating for a single-
pilot high performance aeroplane (HPA) shall:
(1) have at least 200 hours total flying
experience;
(2) have met the requirements of JAR-
FCL 1.255 or 1.260, as appropriate; and
(3) (i) hold a certificate of
satisfactory completion of a pre-entry approved course in accordance with
Appendix 1 to JAR-FCL 1.251 to be
conducted by a FTO or a TRTO; or
(ii) have passed at least the
ATPL(A) theoretical knowledge
examinations in accordance with JAR-FCL
1.285; or
(iii) hold a valid ICAO ATPL(A)
or CPL/IR with theoretical knowledge
credit for ATPL(A)
Þannig að það þarf annaðhvort að hafa samkvæmt lið (3)(i) að hafa lokið ákveðnum pre-entry course eða (or!) hafa bóklegt ATPL eða hafa CPL/IR eða ATPL skírteini.
Semsagt að uppfylltum allskonar skilyrðum er hægt að fljúga King-Air á PPL/IR skírteini eða þá jafnvel stærri vélum að uppfylltum fleiri skilyrðum eins og MCC o.fl.
Það er hægt að lesa allt um þetta hér fyrir þá sem nenna að lesa þetta:
JAR-FCL1.
Annars er Flugmálastjórn sem endanlega hefur úrskurðarvald um þetta atriði. Það sem ég segi um þetta eru bara mínar hugleiðingar án allrar ábyrgðar.
Ekki hringja í Airbus og panta eina til að fljúga á PPL skírteininu án þess að hringja í 569-4100 og spyrja fyrst hvort það sé ekki hægt þeirra vegna.