vitiði hvort það sé nákvæmlega uppá dag þar sem maður þarf að verða orðinn 16 ára til að geta hafið' bóklega partinn í sóló? er að pæla vegna þess að ég er 15 og verð 16 í nóv en það byrjar námséið í sept, er bara að velta þessu fyrir mér ;)
JAR-FCL reglur segja bara að maður þurfi að vera orðinn 16 fyrir fyrsta sólo flug.
Reglurnar segja ekkert um lágmarksaldur til að byrja bóklegt einkaflugmannsnám nema að flugskólinn sjálfur hafi sett sér einhverjar reglur varðandi lágmarksaldur í þjálfunarhandbók sinni.
Það er ekkert eiginlegt bóklegt námskeið fyrir sóloflug annað en það sem skólinn og flugkennarinn þinn ákveða. Er eitthvað námskeið sérstaklega fyrir sólo í september?
Semsagt þú þarft að vera 16 til að geta flogið sólo, nema flugskólinn hafi ákveðið annað og þú þarft að hafa lokið öllu bóklegu sem þarf fyrir sólo þá.
Það er rétt að skólinn setur líklega sínar reglur, en JAR-FCL kemur líka að þessu. Fimmta grein fyrsta viðbætis við JAR-FCL 1.130 & 1.135 segir: “Með fyrirvara um önnur skilyrði í JAR–FCL telst umsækjandi hafa staðist bóklegt próf til einkaflugmannsskírteinis hafi hann staðist alla hluta þess á 12 mánuðum. Hafi umsækjandi staðist bóklega prófið gildir það til veitingar einkaflugmannsskírteinis í 24 mánuði frá því að hann lauk prófi og stóðst það.”
Þetta myndi segja mér að einstaklingar geti hafið bóklegt nám 14 ára.
Já ok þú ert semsagt að tala um bóklegt einkaflugmannsnámskeið. Þú talaðir um sólonámskeið fyrst!
En allavega þá eru það ekki neinar reglugerðir sem banna þér að byrja fyrir 16 ára aldurinn heldur eru það flugskólarnir sem geta ákveðið sín eigin aldurstakmörk.
Talaðu bara við Flugskólann þeir veita áreiðanlega undanþágu frá þessu þar sem þú ert alveg að verða sextán.
Gangi þér vel og gott hjá þér að byrja svona snemma, ég býst við að þú hafir vitað lengi að þú viljir vera flugmaður.
hehe. nú er ég allveg týndur nenniru nokkuð að seigja mér hvernig maður verður atvinnu flugmaður?? ég hélt sko að sóló og einkaflugmaður væri það sama þess vegna er þetta svona hjá mér!
Sæll. Samkvæmt reglum, máttu taka sólóprófið 16 ára. (þú mátt semsagt byrja fyrr, eins og byrja á ökunámi 16, og prófið 17…). Þú mátt svo taka einkamannsflugprófið 17 ára, og atvinnuflugmannsprófið 18 ára. Þar sem þú þarft að vera búinn með öll bókleg próf fyrir verklega prófið, er bara vit í því að þú megir byrja fyrr á bóklega partinum. Reglurnar með bóklega partinn, eru aftur á móti eins og segir hér áður. 12 mán fyrir sóló. 24 mán fyrir einka, og eftir að þú tekur fyrsta prófið í atvinnuflugi, mega líða 18 mánuðir þar til þú tekur síðasta prófið. Kveðja.
Var að lesa þetta og sá að þú virtist vita sitt hvað um flug…þannig að ég ætla að spyrja, hvernig er hægt að klára einkaflugmanninn 16 ára? og vera þá kannski kominn með atvinnuflugmanninn 18 ára…maður verður að taka inní þessi ár það sem maður verður að hafa í framhaldsskóla til að komast inn í flugskólann…:S
Af síðu Flugskóli Íslands Hvaða kröfur þarf ég að uppfylla fyrir atvinnuflugmannsnám ATPL(A)?
1) Umsækjandi þarf að hafa 1.flokks heilbrigðisvottorð.
2) Hafa gilt einkaflugmannsskírteini.
3) Hafa lokið sem samsvarar á framhaldsskólastigi: 6 einingum í Eðlisfræði 15 einingum í Stærðfræði 12 einingum í Ensku eða þreyta inntökupróf í stærðfræði, eðlisfræði og ensku.
Þú þarft semsagt ekki að hafa lokið framhaldskóla heldur getur þú tekið inntökupróf í staðinn.
Mér skilst samt, að ef þú ætlar að fá vinnu hjá Icelandair, þá þarft þú að hafa stúdentspróf. Maður þarf ekki stúdent til að komast í flugnám, eða fá skírteini, en ef þú vilt vinna annarsstaðar en í innanlandsfluginu, þá er betra að hafa stúdentinn…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..