Eins hreyfils Cessna flugvél hlekktist á við lendingu á flugvellinum á Flúðum í morgun, rak vængenda í flugbrautina og endaði utan flugbrautar á brautarenda. Flugmaðurinn, sem var kona, var ein um borð og sakaði hana ekki. Eftir því sem Flugmálastjórn kemst næst urðu litlar skemmdir á flugvélinni. Flugvellinum á Flúðum var lokað eftir óhappið og verður ekki opnaður aftur fyrr en kl. 16:00, þegar RNF hefur lokið vettvangsrannsókn og flugvélin hefur verið fjarlægð.
Rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) var tilkynnt um óhappið og fer hún með rannsókn málsins. Flugvélin fór frá Reykjavík kl. 07:12 í morgun og áætlaði flugmaðurinn að lenda á Selfossi, Flúðum, Bakka og Múlakoti áður en hún kæmi aftur til Reykjavíkur kl. 09:27.
“heimild vefur Flugmálstjórnar!”