Sæll davidb
Hef verið í fríi,jæja en ég hef unnið sem hlaðmaður á keflavíkurflugvelli allar götur síðan 1991(fyrir utan 2 ár.)
Ég ætti þá að þekkja starfsemina þarna ansi vel.
Það sem ég meina með eldsneytið þá tekur sjálfur bíllinn ekki mikið pláss svo sem enn slangan sem liggur frá honum og út í brunn tekur óhemju mikið pláss og sama með slönguna sem fer í vængin,það er að segja sérstaklega þegar dælt er á 737 týpurnar og MD 83.
Það er takmarkað pláss sem ramagnskerrur og töskukerrur fá að athafna sig í kringum þarna,ekki er hægt að fara með þær undir væng þegar verið að fuela því eldneytisslöngurnar eru fyrir,þá er ölllu þessu ýtt með handafli,kerrur og slíku en vinnan við 757 týpurnar eru að vísu öllu auðveldari hvað það varðar.
Plássið fyrir framan væng er meira,en við vissar aðstæður getur þetta orðið hvort tveggja.
Þarna hefur Skeljungur eldneytistanka við birgðarstöð(ættu að vera sýnilegir fyrir öllum)
og þaðan er eldsneytinu dælt í gegnum leiðslur sem liggja síðan út í ramp,allur þrýstingur er þaðan komið og fuelbíllinn tengir síðan slönguna við stútinn undir rampinum og opnar síðan fyrir þrýstinginn og fuelið gossast upp í væng og fuel gæinn hefur stjórn á því hve miklu er dælt.
Síðan hefur það aukist mikið núna að tankbílarnir (eru 2)
eru sendir margoft á dag til að fuela Antonow 124 á K stand.
svo að lokum þá væri það hreinsta martröð fyrir hlaðmenn ef dæla þyrfti TF-FIB 767-300 týpuna hægra megin,hlaðmenn þurfa 100% af öllu því plássi,með gáma og gámakerrur og alles.