Ef vængirnir léttast á undan búknum verður meira álag á burðarvirkið. Þetta er til að hafa þyngdina sem næst liftinu svo ekki verði um of mikið kraftvægi að ræða.
Taktu A4 blað og brjóttu eftir endilöngu, leggðu það yfir tvær bækur þannig að kilir bókanna séu undir 1/4 blaðsins og að hálft blaðið, miðjan, sé með ekkert undir. Settu síðan penna á miðju blaðsins eftir því endilöngu, blaðið heldur pennanum uppi. Taktu núna pennann og snúðu honum 90° þannig að hann snúi þvert á blaðið, blaðið gefur eftir og penninn fer alveg niður.
Það fer aðeins eftir þykkt blaðsins og þyngd pennans hvort þessi tilraun tekst eða ekki en þú ættir allavega að fá hugmynd um hvað ég á við.
Leiðrétti mig þeir sem vita betur.
Skoðanir Octavo eru hans eigin og gætu því stangast á við skoðanir annarra á Huga. Þér er velkomið að: