Best að ég svari upprunalegu spurningunni.
Ljósunum er komið þannig fyrir að þau lýsi aðeins í ákveðinn boga og að bogar ljósanna skerist ekki, þú getur ekki séð öll þrjú ljósin nema ef þú horfir upp undir vélina eða niður á hana.
Þú getur séð tvö ljós ef þú ert beint framan að vélinni, grænt og rautt, þegar þú ert 110° á stjórnborða, grænt og hvítt, og þegar þú ert 110°á bakborða, rautt og hvítt.
Ef þú sérð rautt ljós átt þú að víkja, ef þú sérð grænt ljós á hinn að víkja en þú að vera tilbúinn ef hann gerir það ekki. Ef þú sérð hvítt ljós áttu að fara til hægri til að taka fram úr vélinni, ef þú kemst hraðar þ.e.a.s., og ef þú sérð bæði grænt og rautt ljós áttu einnig að fara til hægri þar sem þú stefnir beint framan á vélina.
Skoðanir Octavo eru hans eigin og gætu því stangast á við skoðanir annarra á Huga. Þér er velkomið að: