Já komiði sælir flugmenn og áhugamenn um slíkt.
Það er þannig mál með vexti að pabbi minn átti einu sinni vélina TF-ENN (núna TF-TOD held ég) og Flugsýn voru með hana seinast þegar ég vissi. En svo frétti ég um daginn að sá ágæti flugskóli sé farinn á hausinn, og því langaði mig að spyrja hver ætti vélina núna? Þetta er Piper Cherokee.
Það væri mér virkilega mikils virði ef einhver gæti komið með upplýsingar um hana. Því að þessi vél á sérstakan stað í hjarta okkar feðganna. :D Takk takk