Var að lesa flotta grein í morgunblaðiðnu um daginn um eina af Catalínu flugbát hjá Flugfélag íslands,var máluð rosalega falleg mynd af flugbátnum yfir ströndum Íslands.
Þar var minnst að flugdrægnin á Catalínu flugbátunum og það eru heilir 20 klukkutímar og rúmlega það…TAKK FYRIR!
Væri frábært að einhverjir kæmu sér saman og keptu eina Catalínu flugbát til íslands,það er að segja ef einhver sé til sölu og ekki væri hún ódýr!
Þvílíkur sjarmi var yfir þessum vélum hér í denn eins og Jóhannes R Snorrason orðaði það í ævibókum sínum “skrifað í skíinn”
Er ótrúlegt að það séu engir flugbátar til hér á íslandi.