Sæl/l,
Þegar þú ert að reyna að fljúga ILS þá hef ég gert það þannig og það hefur gengið áfallalaust fyrir sig:
Þegar þú ert að búa til flug þá skaltu gera flugplan sem er IFR. Þegar þú ætlar að fljúga á milli staða með AP þá er betra að nota GPS vegna þess að þá gerir hún þetta allt sjálf. Hins vegar þegar þú ætlar að gera auto approach þá er betra að nota nav. Ef að þú ert að fljúga b737 t.d. þá er takki í panelnum þar sem maður getur valið á milli. Til þess að fljúga ILS á t.d. BIKF þá skaltu alltaf fara eftir því sem flugumsjónarmaðurinn segir (hækka,lækka,hægri,vinsti, fram og til baka). Þegar þú ert að nálgast BIKF stilltu þá á radíópanelnum á 111.30 MHz þar sem stendur nav og gerðu þá tíðni virka (athugaðu að vera örugglega með nav 1 virkan líka). Þegar þú ert að nálgast það að vera kominn í beina stefnu á flugbrautina ýttu þá á takkan app í mælaborðinu. Breyttu síðan frá GPS yfir í nav. Þegar vélin er síðan búin að nema geislann þá ætti hún að lækka sig sjálf og halda réttri stefnu á brautina.
Kv.LaoZ
Ps. Athugaðu hvort að þetta virki. Ég var að reyna að gera þetta eftir minni svo að það getur verið að ég sé að gleyma einhverju.