Ef þú vilt læra að fljúga geturu reiknað með milljón með öllu. Frá því að standa með enga reynslu þar til þú ert kominn með aðgang að flugvél eftir að þú færð réttindin er þetta c.a. milljón.
Svo ef þú vilt fara í atvinnuflug verður þetta dýrara.
Frá sólo til einkaflugmannsréttinda (PPL) getur nú verið svolítið breytilegt, fer eftir hvað þú varst kominn í marga tíma þegar þú tókst sólopróf?
En frá 0 til PPL kostar ca 750.000 til milljón.
Kíkkaðu bara á heimasíður skólanna. Það er ekki endilega best að fara þangað sem er ódýrast en á hinn bóginn þá er sosem ekkert endilega betri kennsla hjá dýrasta skólanum.
Verðið er mjög svipað allstaðar og kennslan fer eftir sömu formúlu svo það er best fyrir þig að heimsækja skólana og bara læra þar sem þú kannt best við þig og færð vinsamlegar móttökur með svörum við öllum þínum spurningum.
Frá því að vera með enga flugreynslu að því að vera með atvinnuflugmannsréttindi c.a. 4 millur las ég einhvers staðar. Ég veit ekkert hvað er inni í þeirri tölu, hvort kennsluréttindi og MCC séu inni í þessu veit ég ekki. Ég las þetta á heimasíðu Flugskóla Íslands.
Bara atvinnuflugmaðurinn kostar 4,2 millur. En svo er eg ekki búinn að kinna mér hvað hin prófin kosta en veit að einkaflugmaðurinn kostar 600-800 þús.
Nei það er ekki skilyrði…. en þarft að vera búinn með 15 ein í stærðfræði 13 í ensku og 6 ein í eðlisfræði, eða fara í inntökupróf. En stúdentspróf er æskilegt, en ekki skilyrði skoðaðu bara á www.flugskoli.is
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..