Hefur einhver hugmynd hvenær A-380 fer í sitt fyrsta reynsluflug? eða tilkynnir Airbus það á heimasíðu sinni! Maður hefur séð hana rúntandi um á flugvellinum í Toulouse á airlines.net
þess má kannski geta að sú saga gengur um rampinn að A380 sé væntanleg til BIKF í test í hliðarvindi osf. Líkt og gert var með ansi margar vélar.. t.d. B777 og A340-500 ekki fyrir mjög löngu síðan. Vonum það besta amk. Væri gaman að berja þetta flykki augum ;)
já hún getur alveg lent hérna engin spurning með það.. engin vél of stór til að lenda á Kef ef út í það er farið. Hins vegar er aðalmálið með flugstöðvarnar, þarf að modda þær talsvert fyrir hana. Og jú svo með strenght reyndar á taxiwayum.. brautum og rampi, en reyndar segja þeri að main stellið undir henni sé betur hannað en á 747 að því leytinu til.
var einmitt að spjalla við Captein á nýrri A320 sem var að koma frá Toulouse og sá vélina. Sagði enn mikið leyndó hvíla yfir henni, en dáðist að stærðinni. Hann sagði líka, sem er mjög áhugavert að hún er léttari en B747 í Empty Weight, en MTOW á að vera aftur um 560 tonn!!
Er eitthvað komið á hreint með crosswind testið. Hvort það verði og hvenær þá. Það gæti verið sniðugt að “flughugarar” gætu skipulagt eitthvað og skellt sér til Keflavíkur og fylgst með.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..