Til sölu er hlutur í Flugfélaginu Geirfugli.
Geirfugl er flugfélag sem, eins og er, á og rekur 9 flugvélar. Félagið hefur kennsluleyfi til einkaflugmanns og rekur vinsælan flugskóla.
Hluturinn fæst á gangverði (í kringum 270 þús - eða hæsta tilboð).
Einnig til sölu á sama stað lítið notað David Clark H10-13.4 headset.
Óskað er eftir tilboðum í ks@hi.is - í sama netfangi eru nánari upplýsingar veittar.
Þrátt fyrir fjölda félagsmanna í Geirfugli kemur mjög sjaldan fyrir að ekki sé hægt að fá vél. Þær eru bókaðar í mjög flottu bókunarkerfi á netinu, en einnig er hægt að nota það í gegnum síma. Félagið á tvö flugskýli þar sem vélarnar eru geymdar, rekur góða félagsaðstöðu, hefur framkvæmdastjóra í vinnu og hefur á sínum snærum góða flugvirkja, svo hinn almenni félagsmaður þarf ekkert að stressa sig yfir viðhaldi, mótorútskiptingum, skoðunum eða slíku neitt frekar en hann sjálfur vill.
Einnig eru jafnvel uppi plön um að félagið kaupi þyrlu og kenni á hana.
Óska hérmeð eftir tilboðum, eins og áður sagði, í netfangið ks@hi.is. Á sama stað er hægt að leita nánari upplýsinga.