Það er yfir höfuð mög erfitt að útskýra hvernig á að nota auto approach gegnum netið. En sem dæmi geturu fundið tíðnirnar í fs2004 með því að ræsa gps'ið inn í vélinni, þar ætti að birtast kort af flugvellinum og því sem er í nágreni sem gæti verið keflavik sem dæmi. Ef þú breytir einu sinni um flokk og tvisvar um undirflokk í gps'inu (gerir það með örvum sem eru þar), ef þú hefur gert þetta rétt ættirðu að sjá tíðnirnar fyrir flugvöllinn sem er næst þér. Þar á meðal ILS tíðnirnar, þar velurur t.d. ils fyrir 02 á bikf, opnar radio'ið og stilir inn tíðnina í nav 1. Síðan tekuru á loft, ræsir autopilot, climbar í t.d. 2000 fet og beygir og ferð rétt fyrir framan grænu örina sem bendir á rwy 02 á bikf í gps'inu. þar stillirðu inn hraða, setur flapa á og gír niður og þegar þú ert 10 nm frá vellinum ýtirðu á auto approach möguleikan í autopilot og ferð í radio og ýtir á id takkan hjá nav 1. Ef þú hefur gert allt rétt ætti vélin að stilla sig sjálf inn á rwy'ið og byrja að lækka sjálfkrafa eftir smástund.
Því miður get ég ekki hjálpað þér meira þar sem það er mjög erfitt að lýsa þessu gegnum netið. Vona samt að þetta hefur komið að gagni.