Já þú mátt fljúga þangað sem þig langar til og eins og ég sagði áður er það aðeins spurning um peninga og flugmannsréttindi. Þú verður að gera ráð fyrir að sum lönd hafa strangar reglur um yfirflug erlendra flugvéla og þyrla.
Ég heyrði einhversstaðar fleygt að ungir íslenskir flugmenn ráðgera að fljúga frá Íslandi suður til evrópu í sumar. Man ekki hvert eða hvenær og væri gaman ef þeir sem að því standa myndu vilja segja okkur af þessu ferðalagi?
Hér er úrdráttur úr viðkomandi reglugerð og ætti að taka af allan vafa um hæfniskröfur fyrir flug út fyrir landsteinana:
"Stjórnartíðindi B-deild, Nr. 627/1983
Reglugerð um lágmarksbúnað loftfara.
2.7. Flug yfir sjó.
2.7.1. Einshreyfils landflugvélum skal ekki flogið lengra frá landi en svo, að hægt sé
að ná til lands í renniflugi. Flugmálastjórn getur þó veitt sérstakt leyfi fyrir
ferjuflug yfir haf og milli landa, svo og fyrir einkaflug tímabilið frá apríl til
september, að því tilskyldu að:
-
flugstjórinn hafi a.m.k. 500 klst. flugreynslu og gilda blindflugsáritun,
- flugvélin sé skráð til blindflugs og meðferðis sé björgunarbátur af
viðurkenndri gerð er rúmi alla um borð. Báturinn skal búinn neyðarsendi."
Lög og reglur um flug eru mjög aðgengilegar á vef Flugmálastjórnar á slóðinni:
http://www.caa.is/Forsida/Log_reglugerdir_og_samningar/Log_og_reglur_ARFSLbaekur/Flugmalahandbok__Rbok/view.aspx?.Þarna er mikið af skemmtilegu lesefni fyrir flugáhugafólk :-)
Kveðja,
Helico.