Sá sem vill auka hæfni og þekkingu sína á flugi hann flýgur einnig svifflug.
Svifflug er tiltölulega ódýrt enn það getur tekið nokkurn tíma að læra það.
Svifflugfélögin tvö á Sandskeiði og Melgerðismelum bjóða upp á kennslu í svifflugi. Á Sandskeiði er það þannig að
nemandi kaupir sér fyrst 8 fluga pakka á kr . 25.000. Logbók og kennslubók fylgir.
Eftir 8 flugin ákveður nemandinn og kennarinn hvort halda beri náminu áfram og þá kostar pakki fram að sólói 60.000 kr. allt að 40 flug.
Þessu er hægt að ljúka á einu sumri ef námið er vel stundað. Kennt er á kvöldin og um helgar í júní til ágúst.
Eftir sóló er nokkuð ódýrt að fljúga svifflug og safna reynslu og tímum.
Svifflugfélagið á 6 svifflugur auk mótorsvifflugu og dráttarflugvélar.
Menn fá réttindi á betri og betri svifflugur eftir því sem tímafjöldin eykst. Til að fljúga með farþega þarf 40 tíma ásamt svifflugskírteini.
Mótorsvifflugan gerir kröfur um 60 tíma.
Vélflugtími styttir tímakröfur um allt að helming
og sóló geta vélflugmenn tekið á 10 -15 flugum og kostar sá pakki 35.000 kr. innifalið logbók og kennslubók.
Svifflugnám styttir vélflugnám um 8. tíma auk þess sem svifflugmenn klára oft vélflugnámið á lágmarkstíma sem getur verið 37 tímar.
Svifflugfélagið á 6 svifflugur .
Svifflugfélagið er félagsskapur sem á allar eignir á Sandskeiði ásamt nokkrum flugflota.
Gangi menn í félagið fá menn aðgang að þessum eignunum.
Félagsgjald er aðeins 9.000 kr á ári. Sjá nánar
http://www.svifflug.com