Ég myndi segja að með ÖLLU, þá kosti einkaflugmaðurinn rétt undir millunni.
Best er að kaupa hlut í einhverri vél sem er á landinu, því að það er eiginlega ekki hægt að eiga vél einn. Gjöldin eru allsvakaleg árlega.
Ég á t.d. ódýra vél, og gjöldin af henni eru um 70 þús á mánuði, fyrir utan það ef eitthvað er flogið.
Svo kostar líka slatta að halda við réttindunum. Fyrir bara einkaflug, þarftu 2.flokks heilbrigðisskírteini, þannig að þær skoðanir eru ekki svo dýrar. (Fyrsta skoðun er samt dýr).
Svo þarftu að fljúga ákveðið mikið fyrir hver 2 ár, eða taka sérstakt próf. (Sem kostar slatta).
Þannig að þú ert kannski að borga 100 þús árlega (lágmark), til að viðhalda einkaflugmannsréttindum.
Gangi þér annars vel.