Þú skalt skoða þetta mjög vel áður en þú ferð út! Ég veit af mörgum dæmum þar sem menn hafa verið að borga jafnvel meira fyrir flugtíman heldur en þeir hefðu gert hérna heima, af því að þeir tóku ekki inní jöfnuna einhvern “óvæntan” kostnað.
Áður en þú ferð út skaltu tala við alla skólana hérna heima og láta þá gera þér tilboð í einhvern x-fjölda tíma, kannski getur þú pressað verðið eitthvað niður. Ef þú ætlar að kaupa hlut í vél er það ekki sniðugt nema þú ætlir að fljúga þeim mun meira, en að vísu verður Guð og lukkan að vera með þér því þarna getur líka ýmis óvænn kostnaður komið til (hann á eftir að gera það)!
En það er eitt sem þú skalt athuga áður en þú ferð út, ef þú ákveður að fara þá leið! “Amerískir tímar” eru litnir hornauga hjá þeim sem ráða hjá flugfélögunum. Því miður eru til dæmi um það að menn hafa farið til Flórída og loggað 100 flugtíma, en svo í raun og veru ekki flogið nema eitthvað brot af þeim. Þeir sem hafa gert þetta eru að skemma fyrir þeim hinum sem vilja fara út og fljúga fyrir lítinn pening. En þeim refsast! :) Hvað er sorglegra en að vera í atvinnuviðtali hjá Flugleiðum og það kæmst upp um það að þú hefur aldrei komið til borgar sem þú segist hafa flogið til í logbókinni þinni?!? Þetta hefur komið fyrir.
Gangi þér sem allra best.