Var að skoða lög um talstöðva notkun. Það þarf bara leyfi ef þú værir radíóáhugamaður semsagt ef þú værir að senda skilaboð sjálfur. Einu lögin sem ég fann með snöggu yfirliti um hvað rásir má t.d. hlusta á var:
Póst- og símamálastofnunin (hér eftir skammstafað P og S) veitir einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum heimild til að nota tíðnir í metra- og desimetrabylgjusviðinu fyrir landfarstöðvaþjónustu.
Í landfarstöðvaþjónustunni fara fram þráðlaus fjarskipti milli fastastöðva (móðurstöðva) og farstöðva eða milli farstöðva. Farstöðvar þær, sem hér um ræðir, eru í farartækjum á landi eða eru burðar- eða handstöðvar. Fjarskipti milli fastastöðva í tíðnisviðum farstöðvaþjónustu eru óheimil.
Bylgjusvið þau, sem hér um ræðir, ná frá 153,5 til 174 og frá 453 til 470 MHz. (1.gr um starfrækslu talstöðva í landfarstöðvaþjónustu í metra- og desimetrabylgjusviðinu.)
Tekið af vefsíðu dóms- og kirkjumálaráðuneytis (www.reglugerd.is). Þetta er því ekkert að banna okkur að hlusta á BIRK.