komiði sæl(ir)

..þannig er mál með vexti að ég ætla að byrja að læra flug í sumar, og er stefnan sett á að klára einkaflugmanninn í sumar. það eru nokkrir hlutir sem ég er að velta fyrir mér, og væri það nokkuð töff ef einhver svalur gæti hjálpað mér með þessi atriði.

ég er búinn að vera að fylgjast með heimasíðum flugskólanna, og undanfarið hef ég tekið eftir því að heimasíða flugsýn liggur niðri, og langar mig til þess að vita hvort sá ágæti skóli sé búinn að gefa upp öndina.

svo er annað sem ég var að pæla í, er námslán til flugnáms. til þess að fá það, þarf maður að kaupa einkaflugmannspakka? eru geirfugl og flugskóli íslands með svona pakka? og fær maður lán til að læra hjá geirfugli eða fí?

..og síðast en ekki síst, með hvaða skóla mæliði með. ..og já eitt annað, er ekki alveg hægt að klára einkaflugmanninn á einu góðu sumri?

með von um svör,