Sælir flugáhugamenn.
Ég hef áhuga á því að taka a.m.k. einkaflugmanninn fljótlega og svo í kjölfarið sjá til með framhaldið. Það sem ég er að pæla er hvaða skóli er líklegastur til þess að skila manni starfi ef svo færi að maður héldi áfram í atvinnuflugmanninn? Ég ber þessa spurningu fram vegna þess að verðmunur er nokkur á milli skólanna og þar af leiðandi ekki sjálfgefið að fara í Flugskóla Íslands í einkaflugmanninn og svo framhaldið þar. Eða hvað segið þið?