Sælir..tók fréttina hér að neðan af www.mbl.is
og var að spá hvort einhver viti hvaða vélar þeir ætla að kenna á?
Flugskóli Reykjavíkur tekur til starfa á mánudaginn kemur og kemur til með að kenna til einkaflugmanns með þeirri nýbreytni að, fyrir utan að halda hefðbundna bóklega kennslu á kvöldin þá er gefin kostur á bóklegu fjárnámi með vinnu þannig að sem minnsta vinnutap og/eða skólatap verður.
Í frétt frá félaginu segir að fjarnámskennslan notist við nýjustu tækni frá Oxford í Bretlandi, eða svo kallað CBT eða Computer Based Training, þar sem hinn raunverulegi flugkennari hefur verið tölvuvæddur. Opnunarhóf verður á föstudag 15. október í húsnæði Flugskóla Reykjavíkur að Fluggörðum 26 kl 20:00.