Í fyrsta lagi að þá hefur það lítið upp á sig að byrja að læra fyrr en þú ert að verða 16 ára því það er lágmarksaldurinn til að fá útgefið flugskírteini og þar með talið flugnema(sóló)skírteini.
Það er svosem ekkert hægt að mæla með einhverri léttari leið heldur en þessari venjulegu nema hvað að það eru margir sem reyna fyrir sér í svifflugi (alltaf á Sandskeiði á sumrin)því þar er hægt að byrja árið sem maður verður 15 ára.
En ef þú villt byrja beint á vélfluginu að þá getur þú byrjað á því að hafa samband við flugskólana sem eru staðsettir á Reykjavíkurflugvelli sem eru Flugskóli Íslands, Flugsýn og svo Flugskóli Helga Jónssonar. Þessir skólar bjóða allir upp á nám til einkaflugprófs en svo er það mismunandi hvað þeir bjóða upp á eftir það en það er seinni tíma mál.
Með von um að þetta hafi hjálpað eitthvað
grizzly