Takk fyrir þetta !
Það sem ég er í raun að komast með umræðu hér á huga/flug, er hvað hefur verið að gerast í þeim málum sem Jórvík komst svo sorglega í!
Með flugskólan Flugsýn þá eins og þú segir réttilega er hann “history”! … síðustu heimildir sem ég fékk var sú að þeir væru að selja flugskýlið sitt á uppboði (flugnet.com).
En hvað eru þeir eigendur sem áttu eða eiga Jórvík að gera. Ætla þeir að halda flug“bransa” áfram?
Maður man þegar bæði Íslandsflug og FÍ hættu áætlunarflugi til Eyja. og FÍ-menn hættu sömuleiðis flugi til Hafnar. Þá ætluðu Jórvíkurmenn að kaupa 18 sæta flugvél, minnir mig Jetstream. En hvað gerðist?
Ég man þegar það kom fyrst í útvarpsfréttum, í viðtlai við einn stjórnarmanna Jórvíkur. Það var ekki framkvæmdastjórinn. Það var Sölustjóri eða hvort það hafi ekki bara verið Markaðsstjóri. Var þetta bara sýndarmennska eða var þetta rekstur í alvöru. Voru þeir með fleiri starfsmenn en bara flugmennirnir?
Kveðja,