Sæl
ég er ekki viss, en finnst það líklegt að ef þú ert að vinna fyrir SÞ, þá eru meiri líkur á því að það séu menn sem eru þegar búnir að safna flugtímunum, og það er litið á þetta sem eiginlega vinnu en ekki tímasöfnun. Með aðrar hjálparstofnanir hef ég ekki hugmynd um, en það helsta sem menn hafa verið að gera hingað til til að ná sér í fría eða ódýra tíma er að fljúga yfir hraðbrautum og fylgjast með umferð, fylgjast með og leita að skógareldum og svo fljúga með fallhlífarstökkvara. Einnig hef ég heyrt sögusagnir af mönnum sem voru að fylgjast með stangveiðimönnum og netum í laxveiðiám og fjörðum, úða akra og svo einhverskonara útsýnisflug. Þetta er þá í USA, afríku og Ástralíu sem menn hafa einna helst verið að fara í þetta, lang flestir til USA