Mér skilst að í flestum tilvikum þurfa menn að vera ríkisborgarar viðkomandi ríkis til þess að geta gengið í flugherinn (ég veit ekki með þann bandaríska). Einnig eru menn þá að skuldbinda sig í herþjónustu í einhvern árafjölda, t.d. í tilviki norska flughersins, sem hefur 12 ára reglu.
Svo þarf líka að athuga það, að flugherinn gerir mikið strangari kröfur en almannaflug gerir, bæði um líkamlegt og sálrænt ástand, þannig að það er engan veginn öruggt að komast þar inn.
Endilega kynntu þér málið (þú getur nálgast allar upplýsingar á netinu).