Mér finnst skemtilegast að taka stutt flug í Evrópu t.d. frá Dublin Int. til Heathrow eða Kastrup til Hamburg. Ég er með fs traffic 2002 og þá fær maður a upplifa pakkaða flugvelli og mikla traffic í loftinu. Ég hef oft lent í því að bíða í biðröðum við flugbrautina í allt að 30 mín eða verið númer 4 í lendingum. Ég er oftast á Airbus A320 (A320 Pilot in Cammand) sem er mögnuð flugvél!
Ég er með Fs2004 og flýg alltaf online hjá VATSIM. Hef ekki flogið í leiknum sem slíkum í háa herrans tíð. Ég flýg oftast styttri leiðir innan Bandaríkjanna og verður KLAX (Los Angeles) og KOAK (Oakland Metro) oftast fyrir valinu og það er bara vegna þess að þeir eru með gífurlegan metnað fyrir flugumferðarstjórninni og þa'ð heyrir til undantekninga að það sé ekki amk tveir á vakt td CTR og APP. Einnig flýg ég oft KBOS (Boston) og KJFK (New York). Ég flýg yfirleitt alltaf IFR og undir merkjum Southwest og því alltaf á Boeing 737-200.
Sérstaklega finnst mér gaman að taka þátt í eventum sem þeir halda í hjá ZLA. Tók þátt í einum soleidis um daginn og það voru allar stöðvar mannaðar allan daginn á lang flestum flugvöllum innan ZLA og BRJÁLUÐ traffík.
Ég fýg oftast flug frá Möltu (LMML) undir merkum Air Malta Virtual (AMV), er pilot hjá þeim. 'Eg vel svona alltaf flug sem tekur u.þ.b. 1-3 tíma að fljúga en samt stundum lengri eða styttri. AMV eru með Airbus A319/320 og B737-200 vélar, og flýg ég vanalega Boeing. Ég flýg eiginlega alltaf IFR flights. Á aukapakkana ActiveSKy og FS Traffic, svo að veðrið er alltaf að breytast og er miklu skemmtilegra fljúga og einnig geggjuð flugumferð. Takk fyrir mig!
Mér finnst skemmtilegast að fljúga frá Keflavík og einhvert til Rússlands eða til Hawai. Einhvað sem tekur langan tíma svo ég geti skroppið fram til að fá mér að éta.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..