Ég var einmitt að pæla í þessu um daginn. Var að fikta í eldgömlu útvarpi sem tengdapabbi á sem er með stillingu fyrir það sem kallast á útvarpinu AIR bylgjulengd. Þetta fékk hann fyrir mörgum mörgum árum síðan þegar hann var að taka einkaflugmanninn :)
Þetta var samt allt mjög slitrótt og óskýrt. Það væri samt magnað ef hægt væri að koma upp eins og þeir eru með í Boston og víðar. Einhverjir sem eiga scanner og ná flugturninum á Logan og streyma draslið yfir netið og svo fer maður bara á <a href="
http://www.bostonartcc.net">
http://www.bostonartcc.net</a> og hlustar á herlegheitin.