Það er til í dæminu að þær skemmdir sem urðu á vélinni séu þess eðlis að ódýrara væri að kaupa aðra eins vél en gera við þessa.
Finnst samt skrítið að ef meginhluti kostnaðarins væri vegna ónýtra hreyfla, af hverju það væri þá ekki bara skipt um þá. Ef keypt væri önnur vél, þá væri verðið á hreyflunum í henni varla neitt lægra en fyrir hreyfla sem væru settir í skemmdu vélina.
Hefur einhver annars hugmynd um það hvað sambærileg vél myndi kosta og hvort það er eitthvað af þeim á lausu?
Kveðja,
747