Alltaf gott að teikna svonalagað upp ef þú ert óviss.
Gefum okkur það að loftþrýstingurinn við sjávarmál sé 1013hPa, og hæðarmælirinn stilltur á það (Ímyndaðu þér línu sem liggur við sjávarmál). Ef þessi tiltekna viðmiðunarlína færist niður, þá er þrýstingurinn við sjávarmál lægri en 1013, og þá færist true altitude niður í samræmi við það.
En í spurningunni þá hefur viðmiðunarlínan þín færst upp á við, þ.e. 1013hPa línan liggur fyrir ofan sjávarmál (línan sem hæðarmælirinn gengur út frá að séu 0 fet), þarafleiðandi er þrýstingurinn við sjávarmál hærri en 1013, → Hæðarsvæði.
Þú getur þess vegna útilokað B, C er bara bull en D getur blekkt. Mundu bara að heitt loft er minna ‘dense’, og það loft finnurðu í hærri hæðum, þess vegna myndi hæðarmælirinn sýna hærra en ella.
Vonandi hjálpar þessi útskýring.