Ég mundi segja að það gæti verið sniðugt að byrja bara fljótlega. Fljúga í sumar og næla í Sóló.
Í haust gæturðu svo farið á bóklegt námskeið.
Klárar svo verklega hlutann næsta vor og færð einkaflugmannsskýrteinið daginn sem þú verður 17.
Varðandi val á skólum þá mæli ég með því að þú takir allar sögusagnir með smá fyrirvara. Þú finnur alltaf einstaklinga sem hafa allt á hornum sér.
Farðu sjálfur í skólana og sjáðu hvernig þér lýst á.
Oft eru þessar sögur að mestu einhver della.
Allt í lagi að hlusta á sögurnar og þá hefurðu kannski einhverjar spurningar þegar þú skoðar skólana.
Varðandi það að borga fyrirfram veit ég ekki betur en að skólarnir séu ekki að stunda það lengur.
Ég veit þó um einn skóla sem bauð mönnum að staðgreiða allann pakkann og þá þá einhvern afslátt. En að geyma peningana í banka og borga svo jafnóðum eins og allir bjóða kemur betur út fyrir rest.
Bankarnir borga þér vexti af þeim pening sem þú átt inni hjá þeim, en það gera skólarnir ekki.
Sem sagt.
Kannaðu málin sjálfur.
Farðu í kynnisflug jafnvel hjá fleiri en einum skóla og láttu svo bara vaða á þetta.
Þetta er alveg ógeðslega gaman.
Kveðja Gomer