Ég vona að ég sé ekki að ljúga neinu að þér, en í stuttu máli máttu ekki vera litblindur, og mig minnir að kröfurnar um sjón séu þær að vera ekki með verra en plús mínus þrír á báðum augum en það er reyndar alltaf verið að endurskoða það svo þetta gæti verið rangt. Þú þarft að hafa eðlilega heyrn. Þú mátt ekki hafa neina langvinna sjúkdóma eins og sykursýki, flogaveiki eða asthma eða þess háttar sem geta haft slæm áhrif á þig í starfinu. Þú þarft að vera í góðu líkamlegu formi því ef þú ert t.d. of þung(ur) þá áttu hættu á að fá t.d. sykursýki eða blóðrásartengda sjúkdóma eins og kransæðastíflu og þess háttar. En ég veit ekki til að líkamsburðir hafi komið í veg fyrir ráðningu en þetta verður alltaf mikilvægara eftir því sem flugvélarnar komast lengra og menn hreyfa sig minna í vinnunni. Ef þú ert með eitthvað sérstakt í huga sem þú hefur áhyggjur af að gæti hindrað þig í að fá vinnu sem atvinnuflugmaður segðu það þá bara hreint út. Þú ert undir dulnefni svo þú ert alveg safe sko. Ef þér finnst það verra geturðu hringt í Fluglækningastofnun og spurt þar. Númerið er 5516900. Gangi þér vel annars, láttu drauminn rætast ef þú ert að pæla í þessu.