Sæll. Í readme.txt sem fylgir flestum vélum eru leiðbeiningar á ensku. Í flestum tilvikum, þó ekki öllum.
Þó skal ég reyna að útdeila minni visku. :)
Í möppunni sem flugvélin (oftast skýrð eftir vélinni) er í, eru oftast 4 möppur. Þ.e. Model, panel, sound og texture. Einnig skrá sem heitir “aircraft.cfg” og önnur sem heitir einhverju nafni og endar á .AIR. Einnig eru stumdum myndir í möppunni og mega þær bara fylgja.
Þessa flugvélarmöppu vistar þú með öllum 4 möppunum og skránum í, í möppu sem heitir aircraft í FS-2004 eða FS9 eins og hann skráist í sumum tölvum.
Stundum eru möppur inni í flugvélarmöppunni sem heita “gauge” og “effects”. Þá smellirðu á þær og copy-ar það sem inni í möppunum er inn í möppurnar “effect” eða “gauge”.
Varðandi panelinn þá á hann að vistast inn í sömu möppu og model, sound og texture. Ef þú downloadar panel, mundu þá bara að setja það sem er í gauges í gauges.
Í flestum tölvum er farið í “my computer” þar er smellt á C: (C-drifið), þar er farið í “program files” þar er mappan “Microsoft games” og þar á að vera FS-2004 eða stundum FS9 og þar eru þessar möppur sem þetta fer í.
Getur verið að ég sé að svara of miklu og útskýra of mikið en það verða þá færri vafaatriði.
Vonandi gagnast þetta eitthvað.