Í mbl í dag eru tvær uppboðs tilkynningar á flugvélum, jú kanski er þetta ekki eitthvað sem við kippum okkur upp við en þarna er svolítið áhugavert á ferð því á þriðjudaginn 20.04 á að bjóða upp vélarnar TF-TOI og TF-TOK þetta eru vélar í eigu Stél ehf. (áður Flugsýn) en hvaða vélar eru þetta raunverulega því samkv. Loftfararskrá þá eru þetta:
TF-TOI Piper 28-140 árg. 1966 með skrás.nr. 867 og svo
TF-TOK Cessna 150J árg. 1969 með skrás.nr. 868. Eins og glöggir menn sjá þá eru þetta gamlar vélar með nýja skráningu en TOI er víst gamli TF-AIK en skrokkurinn á henni liggur milli tveggja gáma í Fluggörðum. TF-TOK hefur ekki flogið í fleiri ár ef hún hefur þá nokkuð flogið hér á landi en hún stóð lengi vel fyrir utan skýli Flugsýn. Þarna er Flugsýn eða Stél ehf. greinilega búið að veðsetja hand ónýtar vélar og láta þær svo fara á uppboð og borga ekki krónu. Samkeppnin getur nú verið furðuleg.

kv. himnahaukurinn