Ég átti leið með flugi frá Akureyri til Reykjavíkur Þriðjudagin 12 Apríl með 21:30 flugi. Það varð mikil töf á fluginu því að Handboltalið var á leiðinni og tóku farðþegar eftir því að þeir löbbuðu inn í flugstöðina í íþróttafötunum angandi, ekki búnir að fara í sturtu.
Síðan passaði það auðvitað að ég sat fyrir framan þá alla, mér var svo flökurt af þessari svitastybbu að það er ekki fyndið.
Mér finst að það ætti að banna að hleypa svona fólki í vélina, lágmark að það sé ekki illa lyktandi, því að öll vélin þarf að þola þessa lykt, og ýmindið ykkur, c.a 12 kófsveittir handboltakappar nýkomnir úr leik !
En ég hef alltaf fengið frábæra þjónustu hjá flugfélagi íslands og starfsfólkið er bara vinalegt og þolinmótt Fáið STÓRAN plús fyrir það :D<br><br> Sjáðu hvaða týpa þú ert