Ég vil ekki hljóma leiðinlegur en smá “reality check”….
Í fyrsta lagi snúast ráðningar í dag, fyrst og fremst um manneskjuna. Þ.e. Hvernig karakter þú hefur að geyma.
Í öðru lagi, þegar öllu er á botnin hvolft þá eru þetta allt sömu prófin sem þú tekur, þau sömu og þú munt taka í UK.
Það má vel vera að þín meðaleinkunn hækki ( jafnvel um 1. heilann ) við það að læra í OAT en er það virkilega 4-5 milljóna kr virði ?
Í þriðja lagi, er það virkilega þess virði að upplifa aðra menningu, standa á eigin fótum osfr ef þú þarft að borga þetta margar milljónir til að upplifa það ? Þú ert jú að læra það sama og er kennt hér heima. Ef þig langar að upplifa aðra menningu, búa í öðru landi, af hverju ekki taka þennan umframpening sem þú þarft að punga út fyrir OAT og ferðast fyrir hann, taka extra twinn tíma osfr, gera þig RAUNVERULEGA að betri flugmanni.
Öðru máli gildir ef þú ert að fara í framhaldsnám í háskóla sem ekki er kennt hér heima, eða eins og sumir fara út að læra þrátt fyrir að framhaldsnámið sé kennt hér, einfaldlega vegna þess að þeim þykir það vera meira virði. Aftur á móti eru þeir ekki að taka SAMA prófið og þú færð hér heima.
Skiptir það virkilega svona miklu að læra af “höfundum” bókanna sem kenndar eru í FÍ ?
eins og ég skrifaði áðan, þú hækkar líklega í meðaleinkunn við að læra í OAT en þú gætir vel náð góðum einkunum hér heima ef þú leggur hart að þér. ( Mundu þú ert að fá SAMA skírteinið, þú lærir það sama hér heima og OAT kennir fyrir mun meiri pening ).
Því miður er “search” takkinn óvirkur (vegna mikils álags á server ) óvirkur hjá Pprune.org því þar getur þú séð allar þær skiptu skoðanir sem bretar sjálfir hafa á OAT. Þar getur þú líka lesið um fólk eins og þig sem fallið hefur fyrir fagurgalanum. Fínn skóli, gott nám, en fyrir allt of mikinn pening.
Að endingu þú ert að fá SAMA skírteinið.
Proxus
<b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>Skiptir það virkilega svona miklu að læra af “höfundum” bókanna sem kenndar eru í FÍ ?
eins og ég skrifaði áðan, þú hækkar líklega í meðaleinkunn við að læra í OAT en þú gætir vel náð góðum einkunum hér heima ef þú leggur hart að þér. ( Mundu þú ert að fá SAMA skírteinið, þú lærir það sama hér heima og OAT kennir fyrir mun meiri pening ).</i><br><hr>
Hmmm… Ég veit nú ekki betur en það skipti miklu máli að fá góða kennslu til þess að ná prófunum í sem fæstu tilraununum!? Er ekki betra að senda inn umsókn sem á stendur að þú hafir náð prófunum með engum endurtektum? Passrate-ið, ásamt meðaleinkun, hjá Oxford er líka mun hærra en hér heima, en ef það skiptir þig engu máli, þá verður þú bara að eiga það við þig. Þú verður að vera heljar einar karakter til að fá vinnu við flug með lélega útkomu úr prófum! ;o)
Vissulega er árangur hjá flugnemum hér heima búinn að breytast til hins betra frá því sem áður var og eru flugnemar héðan ekkert síðri, né betri, en aðrir, því eins og þú sagðir sjálfur: “Að endingu þú ert að fá SAMA skírteinið.” [fyrir utan árangurinn!]
<b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>Því miður er “search” takkinn óvirkur (vegna mikils álags á server ) óvirkur hjá Pprune.org því þar getur þú séð allar þær skiptu skoðanir sem bretar sjálfir hafa á OAT.</i><br><hr>
Auðvitað eru skiptar skoðanir þar eins og hér! :oD
En gangi þér vel með allt það sem þú tekur þér fyrir hendur.
Með virðingu og vinsemd,
Si
0