Hmm.. Í fyrsta lagi þá er allt í rugli hjá Flugskóla Íslands hef ég heyrt. Ég þekki nokkra sem voru og eru í ATPL hjá FÍ og þeir eru ekkert ánægðir með skipulagið og allt kerfið væri bara asnalegt hjá þeim. Ég tók einkaflugmanninn hjá þeim og var það alveg ágætt, en t.d. mannabreytingarnar þarna eru rosalegar, það er t.d. enginn kennari núna í verklegu þegar ég var að læra, fyrir 2 árum. Allir farnir. Það er líka ekkert mikið dýrara að taka bóklega atvinnuflugmanninn þarna úti, en það kostar 5500 pund, sem eru um 700.000 kr. ATPL hjá FÍ kostar 650.000. Ég bý hvort sem er einn hérna heima núna þannig að það er ekkert dýrara að halda mér uppi í Bretlandi!
Ég var ekki lengi að ákveða mig að mig langaði að læra ATPL úti, ekki bara út af FÍ heldur langar mig að prófa að búa annarsstaðar en hér á klakanum. Ef Icelandair eða Atlanta vilja frekar flugmenn sem koma frá FÍ þá verður bara að hafa það, ég ætla ekkert að einblína á að fá vinnu á íslenskum markaði.
En af hverju valdi ég Oxford? Í fyrsta lagi hef ég spjallað við 3 aðila sem fóru í þennan skóla og þeir sögðu mér hvað allt væri flott þarna, rosalega góðir kennarar, góð kennsla, góð aðstaða og skemmtilegur félagsskapur. Skemmtilegur bær og skemmtilegt land o.s.frv. Ég skoðaði marga aðra skóla og fékk t.d. sent vídeó frá flugskóla á Spáni. En eftir að hafa skoðað allt saman, borið saman gæði og verð, þá varð Oxford fyrir valinu, ég fór út í 4 daga ferð og fékk að skoða mig um í skólanum og þetta er vægast sagt flottur skóli. Ég spjallaði við marga nemendur og allir höfðu sömu sögu að segja, allt rosalega frábært! Ég get ekki beðið eftir að komast út…
Ert þú eitthvað á móti Oxford? eða að Íslendingar læri ATPL úti?<br><br><a href="
http://www.haegri.is">www.haegri.is</a