Sæll,
Held að það eigi ekki að vera neitt vesen eftir 11. sept, hef samt ekki verið að fljúga í USA eftir það, sennilega best að hafa samband við flugskólana og tékka á því. Þú þarf ekki að taka CPL ef þú ætlar að fara að fljúga sjónflug, til að fá einkaflugmanns-validation útá ísl. skírteinið þitt ferðu inná næstu FAA skrifstofu, og það tók ekki nema 10-15 mínútur fyrir 11. sept. Það ætti heldur ekki að taka nema 3-5 daga að græja CPL, þarft að fara í prófin, en þau eru ekki erfið ef þú kannt þetta á annað borð. Þú tekur þetta bara í tölvu í viðkomandi flugskóla held ég.
Ef þú ert að fara út til Bandaríkjanna að fljúga, að þá mæli ég tvímælalaust með því að fara á vesturströndina frekar en á austurströndina, helst til L.A, það er gríðarmikil reynsla að fara þangað, sennilega hvergi meiri flugtraffík í heiminum en þar og fullt af flugvöllum og mikið að sjá. Vesturströndin bíður uppá miklu betra veðurfar og betra skyggni og mikið landslag. Að fljúga á austurströndinni er allt annað, þar er allt flatt, oft lítið visibility vegna “haze” og oft þrumuveður í eftirmiðdaginn, sem hamlar mikið flugi lítilla véla, því fæstar eru þær með veðurradar, þetta á sérstaklega við um Flórida. Einfaldlega ekki nærri eins gaman að fljúga þar.
Tékkaðu endilega á skólum í Californíu (L.A svæðinu) og Arizona.
Bkv.