Maður sér þetta svar doltið oft þegar einhver er að spyrjast fyrir um flugnám, það er alltaf einhver sem kemur og segir, ekki fara nema þú hafi áhuga því annars endistu ekki í þessu starfi…ekkert að því svosem. Nú hef ég sjálfur brennandi áhuga á fluginu og hefur stefnan alltaf verið á að starfa við þetta hjá mér síðan ég byrjaði allmennt að pæla í hvaða vinnu ég sæi mig í í framtíðinni.
En það sem ég er að pæla, og langar eiginlega að komast að er að hvort það séu til vinnandi flugstjórar núna sem fóru bara út í þetta út af góðum launum og tiltölulega miklum frítíma. Ég meina af hverjur ekki, það er fullt af fólki þarna úti sem að fer í háskóla og lærir eitthvað sem að það hefur ekkert rosalegan áhuga á en veit að það á eftir að vera í vel launuðu starfi það sem eftir er og það drífur það áfram í náminu. Jú mér finnst þetta líka doltið absúr pæling, sérstaklega eins og ástandið er núna í ráðningum í fluginu…en hvað haldið þið, er þessi dúddi til, eða vitiði kannski um dæmi af þessu?
Það sem ég vil segja við þann sem er að pæla í að fara í flugnám, og alla sem er eitthvað að pæla í því, drífið ykkur bara í þetta, þið komist að því einhverntíman á leiðinni hvort að þetta er virkilega eitthvað sem ykkur langar að gera það sem eftir er. Annað hvort eydduð þið þá smá pening í að komast að því það sem þið vilduð ekki gera og engin eftirsjá, eða þá miklum peningum í eitthvað sem ykkur langar að gera það sem eftir er og finnast það gaman líka, alls engin eftirsjá þar.