Er einhver hér sem hefur lent í vandræðum við að breyta úr þjóðarskírteini (CPL/IR + Frozen ATPL) yfir í JAR skírteini?

Samkvæmt JAR-FCL 1 þarf maður að hafa 500+ tíma á fjölstjórnarvél til að fá sömu réttindi í JAR skírteini og maður var með í þjóðarskírteini (CPL/IR + Frozen ATPL).
En hins vegar ef maður er ekki með 500+ tíma á fjölstjórnarvél fær maður aðeins JAR CPL/IR skírteini en missir frozen ATPL, þarf s.s. að taka bóklegu JAR ATPL prófin!

Ég hef heyrt af nokkrum dæmum erlendis þar sem menn hafa umbreytt úr þjóðarskírteini (CPL/IR + Frozen ATPL) yfir í JAR skírteini þó þeir séu ekki með 500+ tíma á fjölstjórnarvél. Þá hafa þeir fengið JAR CPL/IR skírteini og hafa svo frest til 1-2 ára til að komast upp í 500+ tíma á fjölstjórnarvél og fá þá Frozen JAR ATPL theory!

En þau svör sem ég fæ hér hjá flugmálastjórn er að ég missi algjörlega bóklegu ATPL prófin og þurfi því að taka öll JAR ATPL prófin af því ég er ekki kominn með 500+ tíma á fjölstjórnarvél! Og það virðist engu breyta þó maður sé kominn með vinnu á fjölstjórnarvél og verði líklega kominn með 500+ tíma á fjölstjórnarvél innan árs!

Ef einhver kannast við þetta eða hefur lent í svipuðum aðstæðum væri gaman að fá að heyra af því. Mér persónulega finnst þetta mjög vitleysisleg regla. Og einnig finnst mér furðulegt að FMS vilji ekki veita manni sama frest til að komast í 500+ tíma á fjölstjórnarvél og aðrar flugmálastjórnir í evrópu. (A.m.k. í Hollandi og Bretlandi (einu löndin sem ég hef athugað með)). Manni finnst eins og það ætti það sama að ganga yfir öll aðildaríki JAA sem gefa út JAR skírteini. Eða hvað finnst ykkur?